Ólífukjúklingur

Hér er réttur sem systir mín eldaði fyrir okkur um árið. Mörg skemmtileg bragðefni sem gefa kjúklingnum höfugra bragð og braðlaukarnir dansa.

Uppskrift

2 msk ólífuolía

1,5 kg. kjúklingur

1 stór laukur, sneiddur

1 msk. rifinn engiferrót

3 hvítlauksrif marin

1 tsk. paprikuduft

250 ml. kjúklingasoð

2-3 saffranþræðir settir í 1 msk. af sjóðandi vatni

4-5 vorlaukar saxaðir

15-20 svartar og grænar ólífur

Safi úr hálfri sítrónu

Salt og svartur pipar

Olían hituð í stórri pönnu eða pottir, kjúklingurinn brúnaður. Kjúklingur tekinn upp úr. Laukur, engifer, hvítlaukur og paprikukrydd sett í pottinn og svissað aðeins, kjúklingur settur aftur í pottinn ásamt kjúklingasoðinu og saffraninu. Suðan látin koma upp og soðið í um það bil 45 mínútur. Þá er vorlauknum og ólífunum bætt út í og soðið áfram í 15 mínútur. Að lokum er sítrónusafanum bætt við og soðið áfram í 5 mínútur. Kjúklingurinn settur á fat (djúpt) og sósu hellt yfir,

Borið fram með hrísgrjónum og salati.

Leave a comment