lambaskankar með ansjósum

Ég skelli hérna inn myndbandi frá BBC Food, þar sem snillingurinn Nigel Slater eldar lambaskanka. Það sem einkennir Nigel er að hann notar yfirleitt fá hráefni og lætur þessu fáu hráefni njóta sín. Ansjósurnar sem hann notar eru eitt af mínum uppáhalds hráefnum.

Nautasteik með cafe de paris sósu

cafedeparis(http://www.laeknirinnieldhusinu.com/2014/04/steik-me-cafe-de-paris-sosu-bokuum.html)

Þessa uppskrift sá ég í bók frá Ragnari Frey Ingvarssyni, betur þekktum sem Læknirinn í Eldhúsinu.

Það sem er sérstakt við þessa uppskrift er sósan, Cafe de Paris.  En þetta er vel þekkt smjörsósa með ansjósum og það er fátt í heiminum sem vekur meira Umami bragð en þessi elska.

Spaghettí með Portkonusósu

Þessi uppskrift er í algeru uppáhaldi hjá mér. Portkonusósan er fullkomið Umami, finnst mér. Ég elska þessa sósu svo mikið að ég nota hana með öðru hráefni líka, skipti til dæmis spaghetti út og nota kjúkling í staðinn.

Uppskrift

Slatti af ólífuolíu

8 – 10 hvítlauksrif

1 dós ansjósuflök

2 dósir niðursoðnir tómatar

Bolli af svörtum ólífum

Slatti af kapers

Steinselja

Olían er hituð ansjósuflökin marin út í og smátt saxaður hvítlaukurinn (ekki pressaður). Olían má ekki ofhitna, látið malla í smá stund. Tómatar maukaðir og settir úr í ásamt safanum. Kapersið og ólífurnar skornar smátt niður og bætt út í. Þetta sýður í nokkrar mínútur ekki of groddalega. Best að smakka sósuna til og pipra örlítið. Öllu hellt yfir spaghettí og hrært saman við. Steinselju stráð yfir.