Rísottó rétttur

Þetta Risotto er æði, það sem mér finnst sérstaklega ánægjulegt er að hneturnar, osturinn, parmaskinkan með perunum er borið fram sér með Risottoinu, þannig að þú ræður hve mikið magn af hverju fer endanlega á þinn disk.

Uppskrift

1 laukur

2 hvítlauksrif

olía

Rísottóhrísgrjón 250 gr.

Kraftur (svína eða grænmetis-) tæpur 1 lítri

1 glas hvítvín

Parmaskinka

Perur

Valhnetukjarnar

Parmesanostur

Gróft salt

Svartur pipar

Svissið lauk og hvítlauk í smá olíu á pönnu, setjið hrísgrjónin út í, steikið þar til grjónin fara að verða aðeins glær, hellið þá hvítvíninu saman við og leyfið að sjóða niður, bætið þá krafti saman við í smá skömmtum, ekki of mikið í einu, leyfið grjónunum að drekka í sig allan vökva áður en bætt er meira út í og hrærið vel í á milli. Smakkið til með salti og pipar.

Berið fram með upprúlluðum parmaskinkusneiðum, ferskum perubitum, gróf söxuðum valhnetukjörnum, ferskum parmesanosti og grófu salti og pipar,

Leave a comment