Sætar kartöflur með kóríander og sesam

1 kg. sætar kartöflur

3 msk. jómfrúarolía

Saltflögur

2 rauðir chilli

1 búnt ferskur kóríander

1 msk. sesamfræ

Salt og pipar

Hitið ofninn í 200°C. Skrælið kartöflurnar og skerið í munnstóra bita, veltið þeim uppúr 2 msk. af olíunni og setjið á bökunarplötu. Skerið chillíinn fínt, saxið kóríanderið og blandið þessu sama við kartöflurnar ásamt sesamfræjunum og afganginum af olíunni.

Sveppasalat með geitaosti

Einstaklega gott salat sem virkar bæði vel sem meðlæti og einnig sem forréttur.

Uppskrift

500 gr. sveppir

Ólífuolía

2 msk. ferskt óreganó eða timian, saxað

2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt

Nýmalaður pipar

100 gr. klettasalat

100 gr. geitaostur

½ sítróna

Söxuð steinselja

Raðið sveppunum í eldfast mót (án leggja) látið holuna eftir legginn snúa upp. Blandið saman óreganó eða timían, hvítlauk og pipar og dreifið yfir sveppina, ýrið olíunni yfir og saltið örlítið. Breiðið álpappír lauslega yfir. Bakið við 220°C í 20-25 mínútur. Kælið. Dreifið klettasalati á fat og setjið sveppina ofan á. skerið ostinn í litla bita og dreifið yfir. Ef einhver vökvi er í fatinu sem sveppirnir voru bakaðir í, hellið honum þá yfir. Kreistið að lokum safann úr sítrónunni yfir. Skreytið með saxaðri steinselju.

Kartöfluréttur

Mjög góður réttur bæði sem aðalréttur með salati eða sem meðlæti með til dæmis kjúkling.

Uppskrift

1 kg. kartöflur

2 stórir laukar

1 hvítlaukur (pressaður eða saxaður)

2 dósir tómatar

3 dl. kjötkraftur

1 lárviðarlauf

1 msk paprikuduft

½ tsk timían

Salt og pipar

Rifinn ostur

Laukarnir settir á pönnu í olíu og létt steiktir, öllu hinu skellt útá látið malla í nokkrar mínútur. Sett í smurt eldfast mót og inn í ofn í 30 mínútur við 200 ° C. Þá er mótið tekið út og rifni osturinn settur yfir og aftur inn í ofn í ca. 30 mínútur.

Mjög gott að skipta rifna ostinum út fyrir gráðost fyrir þá sem borða hann,