Karmelluð andabringa á salati með sætri sojadressingu

Þarna spilar sojasósa og sætan saman og gefur gott umami bragð. Önd er líklega ekki oft á matseðlinum hjá fólki og því telst þessi réttur vera sannur hátíðarréttur.

Öndin

4 andabringur

Salt og pipar

Brúnið bringurnar á pönnu eða grilli og gætið þess að elda þarf bringurnar lengur á fitumeginn til að fitan verði stökk (um það bil 70% tímans á fituhliðinni) Kryddið með salt og pipar. Eldið bringurnar í ofni við 100°C í 5 mínútur eða þar til þær verða aðeins minna en miðlungssteiktar (kjarnhiti 50-55°) Skerið bringurnar niður.

Karmellusósa

200 gr. sykur

50 gr. smjör

½ dl. rjómi

Brúnið sykur við vægan hita, bætið smjöri úti í og hrærið rjóma loks saman við. Látið sjóða í 5-6 mínútur við vægan hita.

Veltið andabringunum upp úr heitri karmellusósunni.

Salat

1 granatepli

1 poki klettasalat

Takið fræin úr granateplinu og blandi saman við klettasalatið.

Sæt sojadressing

1 dl sojasósa

1 msk. hlynsíróp

1 msk. sesamolía

1 tsk dijonsinnep

1-2 skallott laukar smátt saxaðir

Öllu þessu blandað saman

Uppsetning

Setjið salatið á disk og hellið sojadressingunni yfir. Leggið sneiðar af andabringunni með karmellusósunni ofan á.