Sítrónufrómas

Gamli góði frómasinn klikkar seint, ómissandi á jólunum.

Uppskrift

4 matarlímsblöð

4 egg

100 gr. sykur

2 tsk. rifinn sítrónubörkur

1/2 dl. sítrónusafi

1/4 l. rjómi

Hræra saman egg og sykur uns létt og ljóst. Bæta í rifnum sítrónubörkinum. Leggið matarlímsblöðin eitt í einu í bleyti í vel kalt vatn í 5-10 mínútur, vatnið á að fljóta vel yfir. Takið blöðin upp úr vatninu, ekki kreista úr þeim vatnið. Setjið matarlímsblöðin í hitaþolna skál sem er ofan í potti með vatni sem sýður lítið eitt og bræðið í vatnsbaði. Bætið sítrónusafanum í matarlímið, athugið hitastígið með því að láta dropa leka á úlnliðinn, ef vökvinn er of heitur þarf að kæla hann aðeins. Hellið matarlímsblöndunni í eggjahræruna í mjórri bunu og hrærið í á meðan. Þeytið rjómann og bætið honum saman við. Látið frómasinn stífna til hálfs í kæli og hrærið í öðru hvoru. Eftir það er honum hellt í skál og látinn stífna til fulls.