Sveppasalat með geitaosti

Einstaklega gott salat sem virkar bæði vel sem meðlæti og einnig sem forréttur.

Uppskrift

500 gr. sveppir

Ólífuolía

2 msk. ferskt óreganó eða timian, saxað

2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt

Nýmalaður pipar

100 gr. klettasalat

100 gr. geitaostur

½ sítróna

Söxuð steinselja

Raðið sveppunum í eldfast mót (án leggja) látið holuna eftir legginn snúa upp. Blandið saman óreganó eða timían, hvítlauk og pipar og dreifið yfir sveppina, ýrið olíunni yfir og saltið örlítið. Breiðið álpappír lauslega yfir. Bakið við 220°C í 20-25 mínútur. Kælið. Dreifið klettasalati á fat og setjið sveppina ofan á. skerið ostinn í litla bita og dreifið yfir. Ef einhver vökvi er í fatinu sem sveppirnir voru bakaðir í, hellið honum þá yfir. Kreistið að lokum safann úr sítrónunni yfir. Skreytið með saxaðri steinselju.